Íslenski boltinn

Formaður Hamars: Þurfum líklega að kaupa átján vatnsbrúsa

Ómar Þorgeirsson skrifar

„Það eru níu byrjunarliðsmenn orðnir veikir hjá okkur og þar af hefur verið staðfest að tveir þeirra séu með svínaflensuna en nokkrir aðrir eiga eftir að fá niðurstöður úr sýnatöku.

Þetta byrjaði bara í gær þar sem þrír misstu af æfingu vegna veikinda og aðrir tveir fóru af æfingu eftir að hafa fundið fyrir einhverjum einkennum svínaflensu," segir Guðmundur Valgeir Ásgeirsson formaður Hamars en félagið hefur fengið í gegn frestun á leik liðsins gegn KS/Leiftri í 2. deildinni vegna veikinda leikmanna liðsins.

„Við gerum okkur ekki almennilega grein fyrir smitleiðum en þeir tveir sem fyrst urðu veikir eru nýkomnir frá Danmörku. Síðan er möguleiki á því að þetta hafi smitast með því að menn hafi verið að drekka úr sömu vatnsbrúsunum.

Við erum annars búnir að sjá til þess að búningsklefarnir séu sótthreinsaðir og við þurfum líklega núna að kaupa bara eina átján vatnsbrúsa," segir Guðmundur Valgeir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×