Íslenski boltinn

KR vann 6-0 sigur á FH í uppgjöri efstu liðanna í 2. flokki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davíð Birgisson skorað fimm mörk á FH í 2. flokki.
Davíð Birgisson skorað fimm mörk á FH í 2. flokki. Mynd/Heimasíða KR

Tvö efstu lið Pepsi-deildar karla, FH og KR, mætast í kvöld á heimavelli FH-inga í Kaplakrika. 2. flokkar liðanna mættust á föstudagskvöldið og það er vonandi að leikur kvöldsins verði jafnari en sá leikur þar sem KR vann 6-0. Þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Davíð Birgisson skoraði fimm af sex mörkum KR í þessum 6-0 sigri en sjötta og síðasta markið skoraði Ingólfur Sigurðsson. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því voru þessi úrslit mjög óvænt.

Logi Ólafsson, þjálfari meistaraflokks KR, hefur ekki haft not fyrir Davíð í sumar en hann hefur væntanlega minnt vel á sig með þessari frammistöðu.

Það má segja að félögin hafi skipt um hlutverk í 2. flokknum því þar eru KR-ingar með þrettán stiga forskot á FH á toppnum en Hafnarfjarðarliðið er engu að síður í 2. sæti einu stigi á undan næsta liði sem er Þór. Þetta er síðan algjörlega öfugt í meistaraflokknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×