Fótbolti

Svona er staðan hjá Íslandi

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Emil Hallfreðsson í baráttu við Mark van Bommel, Hollending.
Emil Hallfreðsson í baráttu við Mark van Bommel, Hollending. Nordicphotos/GettyImages

Riðlarnir í undankeppni HM í Evrópu eru 9. Allir hafa sex lið nema eitt, okkar riðill. Átta bestu liðin í öðru sæti mætast í umspili um laust sæti á HM. Það er eina von Íslands til að komast þangað, Hollendingar eru búnir að vinna riðilinn að öllu leiti nema tölfræðilega.

Ísland á þrjá leiki eftir og getur því mest endað með þrettán stig. Þó svo að Skotar myndu ekki ná því er alls óvíst að það dugi til að enda meðal átta efstu þjóðanna í öðru sæti.

Svona er staðan í riðlinum:

Holland: 15 stig (+11) - Eftir fimm leiki

Skotland: 7 stig (-2) - Eftir fimm leiki

Ísland: 4 stig (+4) - Eftir fimm leiki

Makedónía: 2 stig (+1) - Eftir fjóra leiki

Noregur: 2 stig (-1) - Eftir þrjá leiki

Leikirnir sem eru eftir:

Í dag:

Makedónía - Noregur

Ísland - Holland

10. júní:

Makedónía - Ísland

Holland - Noregur

12. ágúst:

Noregur - Skotland

5. september:

Ísland - Noregur

Skotland - Makedónía

9. september:

Noregur - Makedónía

Skotland - Holland






Fleiri fréttir

Sjá meira


×