Íslenski boltinn

Haukar unnu topplið Selfyssinga og eru komnir upp í Pepsi-deildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukar eru komnir upp í Pepsi-deildina í fyrsta sinn í 30 ár.
Haukar eru komnir upp í Pepsi-deildina í fyrsta sinn í 30 ár. Mynd/Valli

Haukar eru komnir upp í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1979 eftir 3-2 sigur á Selfossi í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í dag.. HK náði aðeins markalausu jafntefli upp á Akranesi og getur ekki náð Haukum að stigum.

Úlfar Hrafn Pálsson skoraði tvö mörk fyrir Hauka en Guðjón Pétur Lýðsson skoraði það þriðja. Sævar Þór Gíslason kom Selfossi í 1-0 og Guðmundur Þórarinsson minnkaði muninn síðan í 3-2 í lokin.

Það verða því Selfoss og Haukar sem leika í Pepsi-deild karla og taka þar sæti Þróttara og væntanlega Fjölnismanna sem eiga þó enn tölfræðilega möguleika á að bjarga sér.

Úrslit og markaskorarar í 1. deild í dag (af fótbolti.net)

Haukar-Selfoss 3-2

0-1 Sævar Þór Gíslason

1-1 Guðjón Pétur Lýðsson

2-1 Úlfar Hrafn Pálsson

3-1 Úlfar Hrafn Pálsson

3-2 Guðmundur Þórarinsson

ÍA-HK 0-0

Afturelding-Þór 1-4

0-1 Hreinn Hringsson

0-2 Ármann Pétur Ævarsson

0-3 Jóhann Helgi Hannesson

0-4 Þorsteinn Ingason

1-4 John Andrews

Fjarðabyggð-Leiknir R. 1-0

1-0 Jóhann Benediktsson

ÍR- Víkingur Ó. 4-3

1-0 Guðfinnur Þórir Ómarsson

2-0 Árni Freyr Guðnason

2-1 Dejan Podbreznik

2-2 Brynjar Kristmundsson

2-3 Brynjar Kristmundsson

3-3 Eyþór Guðnason

4-3 Erlingur Jack Guðmundsson

KA-Víkingur R. 2-1

0-1 Kristinn Jóhannes Magnússon

1-1 Arnar Már Guðjónsson

2-1 Orri Gústafsson








Fleiri fréttir

Sjá meira


×