Körfubolti

Sérstök stund hjá systrunum úr Borgarnesi í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í leik með KR í fyrra.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í leik með KR í fyrra. Mynd/Vilhem

Systurnar Sigrún Sjöfn og Guðrún Ósk Ámundadóttir upplifa sérstaka stund í kvöld þegar þær mætast í fyrsta sinn á körfuboltavellinum. Eftir að hafa spilað saman með Skallagrími, Haukum, KR og íslenska landsliðinu munu þær mætast með sínum nýju liðunum í undanúrslitum Powerade-bikarsins á Ásvöllum.

Guðrún Ósk, sem er einu ári eldri, gekk til liðs við Hauka fyrir tímabilið og verður því á heimavelli í kvöld. Sigrún Sjöfn fór aftur á móti í Hamar sem hefur styrkt sig talsvert fyrir tímabilið og er því til alls líklegt á móti Íslandsmeisturunum í kvöld.

það verður örugglega sérstakt fyrir þær Sigrúnu og Guðrúnu að mætast á vellinum en það verður einnig athyglisvert að fylgjast með foreldrunum, Ámunda Sigurðssyni og Ragnheiði Guðmundsdóttur. Þau hafa varla misst úr leik hjá þeim systrum og stutt vel við bakið á sínum dætrum. Þau Ámundi og Ragnheiður verða líklega í erfiðustu stöðunni á Ásvöllum í kvöld.

Undanúrslitaleikir Powerade-bikar kvenna fara báðir fram í kvöld og hefjast klukkan 19.15. Haukar-Hamar mætast á Ásvöllum og bikarmeistarar KR taka síðan á móti Grindavíki í DHL-Höll KR-inga í Frostaskjóli.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×