Fótbolti

Vandræði Juventus halda áfram

Pavel Nedved á fjóra leiki eftir með Juventus áður en hann leggur skóna á hilluna
Pavel Nedved á fjóra leiki eftir með Juventus áður en hann leggur skóna á hilluna Nordic Photos/Getty Images

Juventus varð í dag að sætta sig við 2-2 jafntefli við botnlið Lecce í ítölsku A-deildinni og hefur fyrir vikið ekki unnið sigur í síðustu fimm leikjum.

Gamla brýnið Pavel Nedved skoraði tvívegs fyrir Juventus í dag en nægði ekki því Lecce jafnaði leikinn í lokin.

Á sama tíma vann AC Milan öruggan 2-0 sigur á Catania með mörkum frá Filippo Inzaghi og Kaka sitt hvoru megin við hlé og hefur því fjögurra stiga forskot á Juventus í öðru sætinu.

Inter er á toppnum með 77 stig eftir 2-0 sigur á Lazio í gær og á titilinn vísan. Milan er í öðru sæti með 70 stig og Juventus hefur 66 stig í þriðja sætinu þegar fjórar umferðir eru eftir.

Úrslitin á Ítalíu um helgina

Staðan í ítölsku A-deildinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×