Íslenski boltinn

280 leikir á fjórum dögum á ReyCup - setning í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessar skemmtu sér vel á ReyCup í fyrra.
Þessar skemmtu sér vel á ReyCup í fyrra. Mynd/Stefán

Alþjólega knattspyrnuhátíðin ReyCup verður sett klukkan 21.00 í kvöld við gervigrasvöllinn í Laugardal en þetta er stærsta og umfangsmesta knattspyrnumót sem haldið á landinu 2009. Sjálfboðaliðar á mótinu á vegum Þróttar eru um 250 manns.

ReyCup er fram á tíu völlum út um allan Laugardal og eru 900 krakkar í gistingu í fimm skólum í nágrenninu. Alls verða spilaðir 280 leikir á þessum fjórum dögum sem mótið fer fram.

Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 2002 og fer því fram í áttunda skiptið í ár. Það er mikil fjölgun frá því í fyrra en um 1650 knattspyrnustrákar og stelpur á aldrinum 12 til 16 ára taka þátt í mótinu nú eða 500 fleiri en í fyrra.

Fimm erlend lið mæta að þessu sinni til leiks en það eru AB Tarnby, Herfolge og Esbjerg frá Danmörku, Vestur 07 frá Færeyjum og Reading frá Englandi.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×