Fótbolti

Banni Juventus aflétt

Nordic Photos/Getty Images

Juventus var um daginn gert að spila heimaleik sinn gegn Lecce um helgina fyrir luktum dyrum eftir að stuðningsmenn liðsins gerðust sekir um kynþáttafordóma í garð Mario Balotelli, leikmanns Inter Milan.

Forráðamenn Juventus voru afar ósáttir við bannið og meira að segja Jose Mourinho þjálfari Inter sagði það ósanngjarnt, því köll stuðningsmanna Juventus hefðu ekkert haft með kynþáttaníð að gera.

Nú hefur hæstiréttur íþróttadómstólsins á Ítalíu ákveðið að aflétta banninu og því mega áhorfendur mæta á leikinn á sunnudaginn.

Ákvörðunin verður endurskoðuð frekar og bannið gæti því enn tekið gildi síðar á leiktíðinni, en forráðamenn Juventus sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem þeir fagna niðurstöðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×