Íslenski boltinn

Haukar áfram á toppnum eftir baráttusigur gegn ÍA

Ómar Þorgeirsson skrifar
Haukar héldu toppsætinu.
Haukar héldu toppsætinu.

Heil umferð fór fram í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og sannkallað markaregn, en tuttugu og sex mörk voru skoruð í umferðinni.

Haukar náðu að halda toppsætinu eftir frækinn 3-2 sigur gegn Skagamönnum á gervigrasinu að Ásvöllum. ÍA leiddi leikinn 1-2 í seinni hálfleik en Haukar neituðu að gefast upp og hirtu öll stigin. Hilmar Rafn Emilsson skoraði sigurmark Hauka tíu mínútum fyrir leikslok.

HK gerði góða ferð til Akureyrar og vann heimamenn í Þór, 2-3, en Þórsarar skoruðu fyrsta mark leiksins.

Fjarðabyggð vann ÍR 4-3 í hnífjöfnum leik en sigurmarkið kom á 87. mínútu leiksins.

Víkingar frá Reykjavík virðast vera að finna rétta gírinn eftir erfiða byrjun en þeir unnu 1-5 stórsigur á Leikni.

Ekki gekk jafn vel hjá hinu Víkingsliðinu í deildinni því Ólafsvíkingar töpuðu 3-0 gegn Selfossi þar sem Sævar Þór Gíslason skoraði tvö mörk.

Þá gerðu Afturelding og KA markalaust jafntefli í Mosfellsbæ.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×