Íslenski boltinn

1. deild: Þórsarar engin fyrirstaða fyrir HK-inga

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson. Mynd/Vilhelm

16. umferð 1. deildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með tveimur leikjum þar sem HK vann Þór og Fjarðabyggð vann ÍR.

Stefán Jóhann Eggertsson kom HK yfir á 19. mínútu gegn Þór en staðan í hálfleik var 1-0 á Kópavogsvellinum.

HK bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleik en þar voru Aaron Palomares og Rúnar Már Sigurjónsson á ferðinni á 69. -og 76. mínútu.

Niðurstaðan var sem segir öruggur 3-0 sigur HK sem fylgir toppliðinum Selfoss og Haukar fast eftir í þriðja sætinu.

Jóhann Ragnar Benediktsson skoraði eina mark leiksins þegar Fjarðabyggð vann ÍR í Breiðholtinu en markið skoraði hann þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.

Fjarðabyggð komst upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum en ÍR er áfram í mikilli fallhættu í níunda sæti, fimm stigum frá fallsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×