Íslenski boltinn

Njarðvík fylgir Gróttu upp í 1. deildina

Njarðvík og Reynir Sandgerði gerðu 2-2 jafntefli í algjörum úrslitaleik í 2. deild karla í dag.

Jafnteflið nægði Njarðvíkingum til þess að komast upp í 1. deild en útlitið var ekki gott lengi vel því markvörðurinn Ingvar Jónsson hjá Njarðvík fékk rautt spjald strax á fyrstu mínútu leiksins.

Almar Elí Færseth kom inn á fyrir Ingvar og gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Benis Krasniqi.

Njarðvík fylgir Gróttu upp í efstu 1. deild en Gróttumenn, sem unnu 3-2 sigur gegn Magna í dag, voru reyndar búnir að tryggja sér farseðilinn þangað fyrir leiki dagsins.

*Reynir Sandgerði-Njarðvík 2-2

1-0 Sinisa Valdimar Kekic ('45)

1-1 Ísak Örn Þórðarson ('53)

1-2 Rafn Markús Vilbergsson ('83, víti)

2-2 Sjálfsmark ('90)

Rautt spjald: Ingvar Jónsson (Njarðvík) ('1)

*Heimild: Fótbolti.net








Fleiri fréttir

Sjá meira


×