Íslenski boltinn

Forskot Selfyssinga minnkaði bara um eitt stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Marteinsson og lærisveinum hans tókst ekki að taka 2. sætið af Fjarðabyggð í kvöld.
Andri Marteinsson og lærisveinum hans tókst ekki að taka 2. sætið af Fjarðabyggð í kvöld. Mynd/Valli

Selfoss er með sex stiga forskot í 1. deild karla eftir að þrettándu umferðinni lauk í kvöld með þremur leikjum. Baráttan um annað sætið jafnaðist enn meira í kvöld.

Fjarðabyggð og Haukar áttu bæði möguleika á að minnka forskot Selfyssinga meira en þau gerðu 1-1 jafntefli á Eskifjarðarvelli og því minnkaði forskot toppliðsins aðeins um eitt stig. Pétur Ásbjörn Sæmundsson kom gestunum yfir en Högni Helgason tryggði Fjarðabyggð jafntefli og sá til þess að Haukar náðu ekki að taka af þeim 2. sætið.

Víkingur vann 2-1 útisigur á HK á Kópavogsvelli og fór með því upp fyrir HK og alla leið í 4. sætið. Calum Þór Bett kom HK yfir en Daníel Hjaltason og Christopher Vorenkamp tryggðu Liverpool sigurinn. Eftir leikinn munar aðeins þremur stigum á liðunum í 2. til 6. sæti.

Afturelding vann 3-0 sigur á Ólafsvíkur-Víkingum og jafnaði þar með Skagamenn að stigum. Afturelding er þó enn í fallsæti á lakari markatölu. Sigurður Helgi Harðarson skoraði fyrstu tvö mörk Mosfellsbæinga og Wentzel Steinarr Kamban innsiglaði síðan sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×