Fótbolti

Sanngjarn sigur Frakka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Margrét Lára spilaði bara í 33 mínútur.
Margrét Lára spilaði bara í 33 mínútur. Mynd/Stefán

Frakkland lagði Ísland, 2-0, í undankeppni HM í dag en leikið var í Frakklandi. Þetta var annar af úrslitaleikjum riðilsins, enda Ísland og Frakkland langsterkust, og ljóst að íslenska liðið þarf að klára þá leiki sem eftir eru og leggja Frakka heima ætli það sér að vinna riðilinn.

Það var Thiney sem kom Frökkum yfir á 23. mínútu og Elodie Thomis skoraði seinna markið á 77. mínútu.

Franska liðið talsvert sterkari aðilinn og skapaði sér mun betri færi en íslenska liðið sem skapaði afar lítið.

Margrét Lára Viðarsdóttir fór af velli í fyrri hálfleik og var líklega meidd.

Ísland á að spila gegn Norður-Írlandi ytra næsta miðvikudag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×