Gagnrýnir stjórnendur Kaupþings harkalega Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. ágúst 2009 06:30 Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, er ómyrkur í máli. Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær. Shearer fjallar þar um lánagögn Kaupþings sem voru opinberaðar á vefnum Wikileaks.org fyrir röskri viku siðan. Í gögnunum eru tilgreindir stærstu lántakendur hjá Kaupþingi. Þar kemur fram, eins og fréttastofa hefur áður greint frá, að 10 stærstu lántakendur fengu ríflega 1500 milljarða í lán frá bankanum. Shearer segir að í langfæstum tilfellum hafi öryggis verið gætt. Mörg af lánunum hafi ekki verið tryggð með neinu nema hlutum í Kaupþingi, sem geti varla talist nokkur trygging. Þá segir Shearer að því hafi verið illa lýst og af mikilli ónákvæmni hvaða möguleikar væru á því að lánin fengust endurgreidd. Þá gagnrýnir Shearer breska fjármálaeftirlitið fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Kaupþing eignaðist Singer & Friedlander og visa ábyrgðinni á viðskiptunum á íslenska fjármálaeftirlitið. Hann segir að breska fjármálaeftirlitið hefði átt að aðstoða íslenska fjármálaeftirlitið við að sinna eftirlitsskyldum sínum og vara stjórnendur þess við þeirri hættu sem steðjaði að. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Engir skynsamir bankastjórnendur hefðu lánað eins miklar fjárhæðir til jafn fárra viðskiptavina og Kaupþing gerði, fullyrðir Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, í grein sem birtist á vef breska blaðsins Telegraph í gær. Shearer fjallar þar um lánagögn Kaupþings sem voru opinberaðar á vefnum Wikileaks.org fyrir röskri viku siðan. Í gögnunum eru tilgreindir stærstu lántakendur hjá Kaupþingi. Þar kemur fram, eins og fréttastofa hefur áður greint frá, að 10 stærstu lántakendur fengu ríflega 1500 milljarða í lán frá bankanum. Shearer segir að í langfæstum tilfellum hafi öryggis verið gætt. Mörg af lánunum hafi ekki verið tryggð með neinu nema hlutum í Kaupþingi, sem geti varla talist nokkur trygging. Þá segir Shearer að því hafi verið illa lýst og af mikilli ónákvæmni hvaða möguleikar væru á því að lánin fengust endurgreidd. Þá gagnrýnir Shearer breska fjármálaeftirlitið fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Kaupþing eignaðist Singer & Friedlander og visa ábyrgðinni á viðskiptunum á íslenska fjármálaeftirlitið. Hann segir að breska fjármálaeftirlitið hefði átt að aðstoða íslenska fjármálaeftirlitið við að sinna eftirlitsskyldum sínum og vara stjórnendur þess við þeirri hættu sem steðjaði að.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira