Íslenski boltinn

Skagamenn bíða enn eftir fyrsta sigrinum - Ólafsvíkur-Víkingar á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingurinn Þorvaldur Sveinn Sveinsson fékk gult spjald fyrir þessa tæklingu.
Víkingurinn Þorvaldur Sveinn Sveinsson fékk gult spjald fyrir þessa tæklingu. Mynd/Valli

Skagamenn byrja ekki vel í 1. deild karla í fótbolta en liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Leikni í kvöld. Ólafsvíkur-Víkingar eru á toppnum eftir 3-1 sigur á Aftureldingu á heimavelli.

Skagamenn eru því bara með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en þeir steinlágu 3-0 fyrir Þór Akureyri fyrir norðan í fyrsta leik.

Leiknismenn komust yfir eftir aðeins hálfa mínútu upp á Skaga í kvöld en Arnar Gunnlaugsson náði að jafna leikinn í fyrri hálfleik. Liðunum tókst ekki að bæta við mörkum í seini hálfleik og þar við sat.

Josip Marosevic skoraði tvö fyrstu mörk Ólafsvíkur-Víkinga sem unnu 3-1 sigur á Aftureldingu. Albert Ástvaldson minnkaði muninn fyrir gestina áður en Þorsteinn Már Ragnarsson innsigaði sigurinn. Víkingar eru einir með fullt hús á toppnum en þeir unnu Reykjavíkur-Víkinga í 1. umferð.

Selfoss vann 5-2 sigur á ÍR í Breiðholtinu. Arilíus Marteinsson og Jón Guðbrandsson skoruðu báðir tvö mörk fyrir lærisveina Gunnlaugs Jónssonar og Ingólfur Þórarinsson skoraði síðan fimmta markið. Erlingur Jack Guðmundsson og Árni Freyr Guðnason skoruðu mörk heimamanna.

Víkingar og HK gerðu 1-1 jafntefli. Þorvaldur Sveinn Sveinsson kom Víkingi yfir en Leifur Andri Leifsson jafnaði leikinn. HK er í 2. til 4. sæti ásamt Selfoss og KA eftir leikinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×