Íslenski boltinn

Viktor í byrjunarliði FH-inga í Meistaradeildinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Örn Guðmundsson.
Viktor Örn Guðmundsson.

FH-ingar mæta Aktobe frá Kasakstan í 2.umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Á stuðningsmannasíðunni, fhingar.net, er birt líklegt byrjunarlið FH-liðsins og þar er Viktor Örn Guðmundsson, 20 ára vinstri bakvörður, sagður vera í byrjunarliðinu í þessum leik.

Varnarmennirnir Hjörtur Logi Valgarðsson og Freyr Bjarnason, sem hafa spilað stöðu vinstri bakvarðar í ár, eru báðir meiddir og því fær Viktor Örn líklega tækifæri á móti Aktobe. Viktor hefur leikið aðeins í samtals 105 mínútur í fjórtán deildar og bikarleikjum FH í sumar.

Viktor Örn hefur komið við sögu í tveimur leikjum FH á tímabilinu. Hann var í byrjunarliðinu í bikarleiknum á móti utandeildarliðinu Carl í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins og kom svo inn á sem varamaður í 3-0 sigri á ÍBV í deildinni.

Viktor lék nokkra leiki á undirbúningstímabilinu þar á meðal átti hann mjög góðan leik í 3-0 sigri á Blikum í úrslitaleik deildabikarsins þar sem hann lagði upp tvö mörk fyrir félaga sína.

Byrjunarlið FH í kvöld samkvæmt fhingar.net

Daði Lárusson

-

Pétur Viðarsson

Sverrir Garðarsson

Tommy Nielsen

Viktor Örn Guðmundsson

-

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson

Davíð Þór Viðarsson

Matthías Vilhjálmsson

-

Atli Viðar Björnsson

Alexander Toft Söderlund

Atli Guðnason








Fleiri fréttir

Sjá meira


×