Íslenski boltinn

Aðeins eitt félag hefur tapað þrjú ár í röð í undanúrslitum bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr undanúrslitaleik Breiðabliks og KR í fyrra.
Úr undanúrslitaleik Breiðabliks og KR í fyrra. Mynd/Stefán
Breiðablik mætir Keflavík í undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvellinum í dag og reynir þar að enda átta leikja taphrinu félagsins í undanúrslitum bikarsins. Blikar hafa meðal annars tapað í undanúrslitum undanfarin tvö ár en aðeins eitt félag hefur þurft að sætta sig við að tapa undanúrslitaleik þrjú ár í röð. Það var lið Keflavíkur á árunum 1961-63.

Blikar töpuðu fyrir KR-ingum í vítakeppni í undanúrslitunum í fyrra eftir að hafa komist yfir í framlengingunni og árið á undan tapaði Breiðabliksliðið 1-3 fyrir FH eftir framlengdan leik. Blikar töpuðu einnig tvö ár í röð í undanúrslitum árin 1998 og 1999 en þá datt liðið út úr átta liða úrslitum árið eftir.

Fimmtán lið hafa tapað undanúrslitaleik í bikarnum tvö ár í röð en Blikar eru aðeins fjórða liðið sem tekst að komast eftir það í undanúrslitaleikinn í þriðja sinn á þremur árum. Keflavík töpuðu eins og áður sagði þriðja árið í röð haustið 1963 en Valsliðið frá 1988 og KA-liðinu frá 2004 tókst loksins að vinna í þriðju tilraun. Valsmenn fóru síðan alla leið og urðu bikarmeistarar sumarið 1988.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×