Íslenski boltinn

Hagnaður hjá KSÍ

Kostnaður við landsliðin var í fyrra tæpar 266 milljónir
Kostnaður við landsliðin var í fyrra tæpar 266 milljónir NordicPhotos/GettyImages
Rekstrarhagnaður Knattspyrnusambands Íslands á síðasta ári nam tæpum 279 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningum sambandsins fyrir árið 2008.

Þrátt fyrir þennan hagnað tapaði KSÍ 163 milljónum króna á síðasta ári þar vegur þyngst 390 milljóna króna gengistap á erlendu láni sem tekið var vegna framkvæmda við Laugardalsvöllinn.

Rekstrarhagnaður sambandsins var sem fyrr segir tæpar 279 milljónir en áætlun fyrir árið gerði ráð fyrir 25 milljóna króna tapi. Lausafjárstaða KSÍ hefur aldrei verið betri, handbært fé tæpar 650 milljónir króna og eigið fé 184 milljónir króna.

Styrkir og framlög til KSÍ voru á síðasta ári 595 milljónir króna, eða 356 milljónum meira en áætlun gerði ráð fyrir. Munar hér mestu að styrkirnir eru að stærstum hluta í erlendri mynt.

Tekjur vegna sjónvarpsréttinda voru í fyrra 168 milljónir og hafa þessar tekjur rúmlega tvöfaldast á tveimur árum.

Kostnaður við landsliðin var í fyrra tæpar 266 milljónir króna og hækkuðu um 60 milljónir frá árinu á undan.

Knattspyrnusambandið gerði á síðasta ári samning á sölu sýningarréttar til Sport Five til ársins 2015.

Tekjur KSÍ eru því tryggðar næstu árin en fyrirframgreiðslur á sjónvarpssamningi er bókfærður í árslok á 436 milljónir króna og hækkaði sú fjárhæð frá árinu á undan um 153 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×