Íslenski boltinn

Gummi Ben sjóðheitur í bikarleikjunum á móti Víði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson er markahæsti KR-ingurinn í sögu bikarkeppninnar.
Guðmundur Benediktsson er markahæsti KR-ingurinn í sögu bikarkeppninnar. Mynd/Valli

Guðmundur Benediktsson fær væntanlega að spila í KR-liðinu á móti Víði í VISA-bikar karla í kvöld ef Logi Ólafsson hefur kynnt sér söguna. Guðmundur hefur nefnilega skorað 5 mörk í 2 bikarleikjum sínum á móti Víði.

Víðir tekur á móti KR í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins klukkan 19.15 í Garðinum í kvöld. Víðisliðinu hefur ekki gengið alltof vel í 2. deildinni í vetur en Víðísmenn eru aðeins í 11. sæti eftir 9 umferðin og eiga enn eftir að vinna deildarleik. Þeir hafa hinsvegar unnið sinn eina leik í bikarnum, 2-1 sigur á KFS í 32 liða úrslitunum.

Guðmundur Benediktsson tók ekkert þátt í síðasta leik KR á móti Stjörnunni en hann var þá mikið í umræðunni sem mögulegur þjálfari Valsmanna. Ekkert varð úr því að hann færi úr Vesturbænum.

Guðmundur hefur spilað tvo bikarleiki á móti Víði, hann skoraði þrennu í 5-0 sigri á Víði í 32 liða úrslitum 18. júní 1995 og tvö mörk í 3-1 sigri á sama stað í 32 liða úrslitum níu árum síðar (12. júní 2004).










Fleiri fréttir

Sjá meira


×