Íslenski boltinn

HK fór illa með Stjörnuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með HK síðastliðið sumar.
Úr leik með HK síðastliðið sumar. Mynd/Anton
Tveir leikir fóru fram í fjórðungsúrslitum Lengjubikarkeppni karla í gær en síðasti leikur fjórðungsúrslitanna fer fram í kvöld.

Breiðablik vann 1-0 sigur á Þrótti, með marki Kára Ársælssonar í framlengingu.

Þeir Arnar Grétarsson og Guðmundur Kristjánsson, leikmenn Breiðabliks, fengu báðir gult fyrir mótmæli á 70. mínútu leiksins. Arnar mótmælti enn frekar og fékk aftur gult og þar með rautt.

Í hinum leik gærdagsins vann HK 6-1 sigur á Stjörnunni í ótrúlegum leik. HK féll úr efstu deild í haust en Stjarnan vann sér þá sæti í efstu deild.

Það verða því Breiðablik og HK sem mætast í undanúrslitum keppninnar á mánudagskvöldið.

Fylkir mætir annað hvort Val eða FH í hinni undanúrslitaviðureigninni en tvö síðastnefndu liðin eigast við í Kórnum í kvöld klukkan 20.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×