Handbolti

Þórir búinn að finna sér aðstoðarkonu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mia Hermansson-Högdahl
Mia Hermansson-Högdahl

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, er komin með nýja aðstoðarkonu en það er Mia Hermansson Högdahl sem er gamalkunn og sigursæl handboltakona.

Mia Hermansson-Högdahl er 44 ára gömul og fyrir landsliðskona Svía. Hún var meðal annars kosin besta handboltakona heims árið 1994 af Aþjóðahandboltasambandinu. Hún skoraði 1097 mörk í 216 landsleikjum fyirr Svíþjóð.

Mia vann Meistaradeildina tvisvar með austurríska liðinu Hypo Niederösterreich (1993/94, 1994/95) en hún spilaði líka með HP Warta, Tyresö, Byåsen og Valencia áður en hún lagði skónna á hilluna árið 2000. Hún varð meistari og bikarmeistari með sínum liðum í Svíþjóð, Noregi og Austurríki.

Mia Hermansson Högdahl hefur þjálfað 1992-landslið Norðmanna síðan árið 2007. Hún hefur einnig unnið fyrir landsliðið í sex ár við að leikgreina og vinna myndbönd.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×