Íslenski boltinn

Heiðar Helguson er stórt spurningarmerki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heiðar Helguson hefur ekki verið með landsliðinu á þessu ári.
Heiðar Helguson hefur ekki verið með landsliðinu á þessu ári. Mynd/GettyImages

Ólafur Jóphannesson, landsliðsþjálfari valdi Heiðar Helguson í 22 manna hóp fyrir tvo landsleiki á móti Hollandi og Makedóníu en samt ekki bjartsýnn á að geta notað framherja Queens Park Rangers í leikjunum.

„Heiðar er kannski svolítið stórt spurningarmerki. Hann er í skoðun og við vitum það á eftir hvort hann verði með eða ekki," sagði Ólafur þegar hann kynnti landsliðið á blaðamannafundi.

„Heiðar fór í smá aðgerð á hné fyrir hálfum mánuði þannig að það er mjög hæpið að hann geti verið með," sagði Ólafur um Heiðar sem lék sína fyrstu landsleiki í tvö ár þegar Ólafur fékk hann til þess að gefa kost á sér í fyrra.

Heiðar hefur alls leikið 43 landsleiki frá 1999 til 2008 og er búinn að skora átta mörk í þeim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×