Fótbolti

Zlatan bað um skiptingu en fékk ekki - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic í leiknum um helgina.
Zlatan Ibrahimovic í leiknum um helgina. Nordic Photos / AFP

Áhugaverð uppákoma var í leik Ítalíumeistara Inter og Siena um helgina er sænska ofurstjarnan Zlatan Ibrahimovic bað Jose Mourinho, stjóra Inter, um skiptingu snemma í síðari hálfleik en fékk ekki.

Kvöldið áður hafði Inter tryggt sér ítalska meistartitilinn þegar að AC Milan tapaði fyrir Udinese. Leikmenn Inter höfðu safnast saman á æfingasvæði félagsins til að horfa á leikinn og fögnuðu gríðarlega þegar honum lauk.

„Ég var mótfallinn því að fara í bæinn til að fagna titlinum," sagði Jose Mourinho við ítalska fjölmiðla. „En strákarnir komu til mín og sögðu að þeir hefðu verið að vinna að þessu í tíu mánuði og þyrftu að fá að fagna þessu - ég þyrfti líka að koma með. Það er þá sem knatttspyrnustjórinn missir vald sitt."

Leikmenn Inter fögnuðu margir hverjir fram á rauða nótt þó svo að þeir ættu leik daginn eftir. Sumir voru greinilega þreyttari en aðrir og snemma í síðari hálfleik bað Zlatan um skiptingu.

Mourinho svaraði með því að nota allar þrjár skiptingarnar á aðra leikmenn. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá viðbrögð Zlatans við þessu.

Zlatan skoraði þó þriðja mark Inter í 3-0 sigri skömmu áður en síðasta skiptingin var gerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×