Íslenski boltinn

Skagamenn byrja illa enn eitt sumarið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skagamaðurinn Árni Thor Guðmundsson.
Skagamaðurinn Árni Thor Guðmundsson. Mynd/Daníel

Skagamenn hafa aðeins náð í eitt stig í fyrstu þremur umferðum 1. deildar karla og halda því áfram „venju“ sinni undanfarin sumur sem er að byrja Íslandsmótið illa.

Skagaliðið lifði af slaka byrjun 2006 og 2007 en í fyrra hikstaði liðið eftir þriðju umferð, komst aldrei af stað aftur og féll á endanum úr úvalsdeildinni.

Nú fara menn að velta fyrir sér hver sé ástæðan fyrir því að Skagamönnum gengur alltaf svona illa í upphafi móts sérstaklega þar sem félagið er líklega með eina glæsilegustu aðstöðuna á landinu til þess að undirbúa sína menn sem best fyrir Íslandsmótið.

Það er kannski spurning fyrir Skagamenn að fara að nota Langasandinn á ný á veturna og hverfa aftur til góðu gömlu hefðanna sem hafa skilað Akranesi svo mörgum titlum og frábærum leikmönnum á undanförnum árum. Það er allavega eitthvað sem vantar í undirbúning liðsins síðustu sumur.

ÍA í úrvalsdeild 2006

Stig eftir 3 leiki: 0

Hversu slæm var byrjunin? Tapaði 5 fyrstu leikjunum

Lokastaða: 6. sæti

Endakafli: Tapaði aðeins 1 leik í seinni umferð

ÍA í úrvalsdeild 2007

Stig eftir 3 leiki: 1

Hversu slæm var byrjunin? Tapaði 2 fyrstu leikjunum og vann aðeins 1 leik af fyrstu 6.

Lokastaða: 3. sæti

Endakafli: Tapaði aðeins 1 af síðustu 12 leikjum sínum

ÍA í úrvalsdeild 2008

Stig eftir 3 leiki: 4

Hversu slæm var byrjunin? Vann bara 1 af fyrstu 17 leikjum sínum

Loakstaða: 12. sæti (fall)

Endakafli: Kom ekki

ÍA í 1. deild 2009

Stig eftir 3 leiki: 1

Hversu slæm var byrjunin? Fá tækifæri til að vinna fyrsta leikinn á heimavelli á móti Aftureldingu í næstu umferð.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×