Íslenski boltinn

Fyrsti KSÍ-leikur Gróttu og KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Finnbogason, til hægri, skömmu eftir að hann gekk til liðs við Gróttu í vetur.
Kristján Finnbogason, til hægri, skömmu eftir að hann gekk til liðs við Gróttu í vetur.

Grótta mætir KR í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla en dregið var í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi grannlið mætast í leik á vegum KSÍ.

Þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag. Fjölmargir gamlir KR-ingar eru í liði Gróttu í dag. Meðal þeirra má nefna Kristján Finnbogason markvörð sem er reyndadr leikjahæsti leikmaður KR frá upphafi.

Aðrir eru Árni Ingi Pjetursson, Ásgrímur Sigurðsson, Ásmundur Haraldsson, Edilon Hreinsson, Pétur Már Harðarson, Sigurvin Ólafsson og Sölvi Davíðsson.

Leikirnir í 32-liða úrslitum bikarsins fara fram 18. og 19. júní.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×