Fótbolti

Cassano sendir Lippi tóninn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cassano er eftirlæti ítalskra fjölmiðla.
Cassano er eftirlæti ítalskra fjölmiðla. Nordic Photos/Getty Images

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítalíu, sniðgekk framherjann Antonio Cassano enn eina ferðina er hann tilkynnti landsliðshóp sinn í dag. Kom það mörgum á óvart enda hefur Cassano verið það heitur að mjög erfitt var að ganga fram hjá honum.

Framherjanum sjálfum kom það þó ekkert á óvart og hann sendi landsliðsþjálfaranum sneið í ítölskum fjölmiðlum.

„Þó svo ég skoraði 50 mörk á tímabili með eina hendi bundna aftur við bak, gæfi 40 stoðsendingar og yrði valinn besti leikmaður heims myndi Lippi samt ekki velja mig í landsliðið," sagði Cassano.

„Ég veit ekki hvað er að honum. Ég hef alltaf verið mjög kurteis við hann fyrir utan eitt skipti í Flórens er hann svínaði á mig í umferðinni. Þá sagði ég nokkur vel valinn orð við hann en það var nú fyrir löngu síðan. Ég vissi ekki heldur fyrr en síðar að þetta hefði verið Lippi í hinum bílnum," sagði Cassano sem talar oftar en ekki í fyrirsögnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×