Íslenski boltinn

Þórir: Munum fljótlega setjast niður með Óla

Ómar Þorgeirsson skrifar
Þórir, Geir og Ólafur á góðri stundu.
Þórir, Geir og Ólafur á góðri stundu. Mynd/E. STefán

Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir sambandið ekki enn hafa rætt við landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson um nýjan samning en núgildandi samningur Ólafs rennur út um áramótin.

„Nei, við höfum ekki rætt enn við Óla en ég reikna með því að við munum fljótlega setjast niður með honum," segir Þórir.

Það verður að teljast líklegt að Ólafur haldi áfram með liðið þar sem hann lísti því yfir opinberlega á blaðamannafundi fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á dögunum að hann hefði áhuga á að halda áfram með liðið.

Þá hafði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, líst því yfir stuttu áður í viðtölum fyrir lokaleik Íslands í undankeppni HM 2010 að hann vildi persónulega að Ólafur myndi halda áfram í starfi landsliðsþjálfara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×