Körfubolti

Kynnt sem kraftakona frá Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir spilar í Þýskalandi næsta vetur.
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir spilar í Þýskalandi næsta vetur. Mynd/Stefán

Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, hefur ákveðið að gera samning við þýska 2. deildarliðið TSVE Lady Dolphins og verður því fyrsta íslenska körfuboltakonan til þess að spila í Þýskalandi.

Ingibjörg Elva var kynnt til leiks á blaðamannafundi í vikunni og þar var kærasti hennar Logi Geirsson mættur og tók að sér hlutverk túlks á blaðamannafundinum.

Ingibjörg ræddi þarna um sín fyrstu kynni af Þýskalandi og þýsku þjóðinni og þá var spurt út í samband hennar og Loga sem er frægt nafn á þessum slóðum enda að gera flotta hluti með Lemgo.

Ingibjörg sagði að landsliðsþjálfarinn hefði ráðlagt henni að reyna fyrir sér í þýsku 2.deildinni og Logi var fljótur að skjóta inn í að Ingibjörg hefði líka engan áhuga á að liggja upp í sófa alla daga.

Ingibjörg sagði að sýnir helstu styrkleikar lægju í að spila góða vörn og að hún gerði allt til þess að vinna því að hún hataði að tapa.

Hér má sjá umfjöllun um Ingibjörg Elvu á www.nw-news.de en það má einnig finna viðtal við hana á Karfan.is en það er hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×