Íslenski boltinn

Gunnleifur: Ekki leiðinlegt að syngja Rabbabara-Rúnu í klefanum á ný

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK og markvörður íslenska landsliðsins.
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK og markvörður íslenska landsliðsins. Mynd/Vilhelm

Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði HK og markvörður íslenska landsliðsins, átti mikinn þátt í 2-1 sigri liðsins á toppliði Selfoss fyrir austan fjall í gær. Gunnleifur varði meðal annars vítaspyrnu frá markahæsta leikmanni deildarinnar og kom síðan í veg fyrir að Selfyssingar næðu í stig með frábærri markvörslu í uppbótartíma.

"Ég get ekki sagt að það hafi verið leiðinlegt að syngja Rabbabara-Rúnu í búningsklefanum eftir leikinn á Selfossi í kvöld, enda langt síðan ég fékk að taka lagið með strákunum. Ég hef reyndar haldið mér í góðri æfingu með því að syngja það með börnunum mínum þremur, sem kunna það uppá 10," sagði Gunnleifur í viðtali við heimasíðu HK.

Restina af viðtalinu við Gunnleif má finna hér en þetta var fyrsti deildaleikur Gunnleifs með HK á árinu. Gunnleifur er nýkominn til liðsins á nýjan leik eftir að hafa spilað með liði Vaduz frá Liechtenstein.

Það er einnig hægt að skoða það hér á HK-síðunni þegar Gunnleifur Gunnleifsson ver vítaspyrnuna frá Sævari Þór Gíslasyni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×