Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar: Allt annað heldur en í leiknum við þær í mars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari. Mynd/Vilhelm

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, var alls ekki ósáttur við frammistöðu stelpnanna þrátt fyrir 1-2 tap á móti Dönum í vináttulandsleik í dag.

„Það var margt mjög jákvætt hjá okkur og við vorum pínulítið óheppnar að fá ekkert út úr þessum leik. Við áttum bæði skot í slánna og stöngina og við sköpuðum okkur fín færi," sagði Sigurður Ragnar sem segir liðið hafa gert mun betur en þegar Danir unnu 2-0 í leik liðanna í Algarve-bikarnum fyrr á árinu.

„Þetta var allt annað og miklu betra en þegar við mættum þeim á Algarve í mars. Við sáum samt atriði sem við getum bætt og lagfært. Vonandi náum við að gera það fyrir lokakeppnina og þá held ég að liðið sem bara mjög vel undirbúið," sagði Sigurður Ragnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×