Fótbolti

Inter tapaði í vítaspyrnukeppni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zlatan kom inn sem varamaður.
Zlatan kom inn sem varamaður.

Ítalíumeistarar Inter töpuðu í gærkvöldi fyrir mexíkóska liðinu CF América á æfingamóti sem stendur yfir í Bandaríkjunum. Staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma en América vann í vítaspyrnukeppni 5-4.

Staðan var markalaus í hálfleik en mexíkóska liðið tók forystuna í þeim síðari. Varnarmaðurinn Ivan Cordoba náði að jafna í 1-1 en þegar kom að vítaspyrnukeppninni var það CF América sem hafði betur.

Zlatan Ibrahimovic byrjaði á bekknum en kom inn sem varamaður snemma í seinni hálfleik. Jose Mourinho gerði tilraunir með 4-3-2-1 leikkerfi í leiknum.

Þess má geta að Ricardo Quaresma sýndi góð tilþrif í leiknum en þessi portúgalski leikmaður hefur hingað til ekki náð að fóta sig almennilega í ítalska boltanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×