Íslenski boltinn

Þrír nýliðar í landsliðshópi Sigurðar Ragnars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sylvía Rán Sigurðardóttir
Sylvía Rán Sigurðardóttir Mynd/Valli

Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag hvernig landsliðshópur Íslands verður skipaður í leikjunum gegn Norður-Írlandi og Króatíu í næstu viku.

Leikirnir eru í undankeppni HM 2011 en þetta eru neðstu liðin í riðlinum og hafa bæði tapað fyrir Eistlandi sem Ísland vann 12-0 síðastliðið haust.

Ísland hefur mátt báðum liðum á útivelli og vann Norður-Írland, 1-0, og Króatíu, 3-0.

Þrír nýliðar eru í íslenska liðinu, þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni, Katrín Ásbjörnsdóttir, KR og Silvía Rán Sigurðardóttir, Þór.

Þá snýr Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val, aftur í landsliðið eftir barnsburðarleyfi.

Hópurinn:

Katrín Jónsdóttir, Val

Edda Garðarsdóttir, Örebro

Þóra B. Helgadóttir, Malmö

Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad

Dóra María Lárusdóttir, Val

Hólmfríður Magnúsdóttir, Philadelphia Independence

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Örebro

Katrín Ómarsdóttir, Kristianstad

Sara Björk Gunnarsdóttir, Breiðabliki

Rakel Hönnudóttir, Þór

Sif Atladóttir, Saarbrücken

Rakel Logadóttir, Val

Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstad

Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården

Hallbera Guðný Gísladóttir, Val

Dagný Brynjarsdóttir, Val

Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni

Katrín Ásbjörnsdóttir, KR

Silvía Rán Sigurðardóttir, Þór






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×