Handbolti

Undanúrslit deildarbikarsins í Strandgötu í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður örugglega hart barist á Strandgötunni í dag.
Það verður örugglega hart barist á Strandgötunni í dag.
Deildarbikar HSÍ fer fram fjórða árið í röð milli jóla og nýárs og í dag fara undanúrslitin fram í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði. Fjögur efstu lið í N1 deildum karla og kvenna komust að venju í keppnina og er þá miðað við stöðu liðanna eftir seinustu umferð fyrir jól þar sem öll lið hafa leikið jafn marga í leiki.

Í karlaflokki eru það Akureyri, Fram, FH og Haukar sem komust í undanúrslitin og í kvennaflokki er það Fram, Stjarnan, Valur og Fylkir.

Undanúrslitaleikirnir eru allir spilaðir í dag en úrslitaleikirnir fara síðan fram á morgun.

Miðaverð er þúsund krónur fyrir hvorn dag, fyrir 16 ára eldri, en frítt inn fyrir 15 ára og yngri. Aðgöngukort HSÍ, A og B, gilda á leikina en ekki C kortin. Allir leikir mótsins verða sýndir beint á www.sporttv.is.

Flugfélags Íslands Deildarbikarinn 2010 - leikir dagsins:

Undanúrslit kvenna

Stjarnan - Valur kl.16.00

Fram - Fylkir kl.17.45

Undanúrslit karla

Fram - FH kl.19.30

Akureyri - Haukar kl.21.15






Fleiri fréttir

Sjá meira


×