Körfubolti

KFÍ komið með annan fótinn í Iceland Express deildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Igor Tratnik hefur staðið sig vel með KFÍ.
Igor Tratnik hefur staðið sig vel með KFÍ. Mynd/Heimasíða KFÍ

KFÍ steig stórt skref í átt að úrvalsdeildarsæti eftir 77-76 sigur á Skallagrími í Borgarnesi í 1. deild karla kvöld. Ísfirðingar þurfa núna bara að vinna einn af síðustu þremur leikjum sínum til þess að tryggja sér sæti í Iceland Express deildinni.

Igor Tratnik átti enn einn stórleikinn með KFÍ í kvöld en hann var með 33 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. KFÍ hefur unnið alla fimm leiki sína síðan Tratnik kom til liðsins og hann er með 21,4 stig og 13,2 fráköst að meðaltali í þeim.

KFÍ hefur nú sex stiga forskot á bæði Val og Hauka í 2. og 3. sætinu auk þess að vera með betri innbyrðisstöðu gegn báðum liðum. Haukar og Valur eiga bæði leik inni á KFÍ og geta því bara náð átta stigum í viðbót.

Þetta þýðir að KFÍ þarf bara að vinna einn af síðustu þremur leikjum sínum á móti ÍA, Þór Þorlákshöfn eða Ármanni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×