Handbolti

Naumur sigur Spánverja í undankeppni HM 2011

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Danmerkur og Sviss í dag.
Úr leik Danmerkur og Sviss í dag. Nordic Photos / AFP

Spánverjar unnu nauman eins marks sigur á grönnum sínum í Portúgal, 27-26, í undankeppni HM 2011 í Svíþjóð. Leikurinn fór fram í Portúgal.

Liðin mætast aftur á Spáni í næstu viku en þá ræðst hvort liðið kemst til Svíþjóðar.

Þrír aðrir leikir fóru fram í undankeppninni í dag. Danir unnu fimm marka sigur á Sviss á heimavelli, 32-27, og Rússar eru í ágætri stöðu eftir fjögurra marka sigur á Rúmeníu á útivelli, 32-28.

Þá unnu Slóvenar heldur nauman sigur á Ungverjum, 27-25, á heimavelli en síðari viðureignir þessara liða fara allar fram um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×