Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum í góðu standi Hjalti Þór Hreinsson skrifar 28. maí 2010 10:00 Eins og sjá má á myndinni, sem tekin var í síðustu viku, var aska í glompum á vellinum. Golfklúbbur Vestmannaeyja Fyrsta stigamót á Íslandsmótinu í golfi fer fram um helgina í Vestmannaeyjum. Mótaröðin nefnist Eimskips-mótaröðin og stefnir allt í gott mót. Aska frá Eyjafjallajökli hefur farið yfir völlinn en hún hefur meðal annars farið illa með slátturvélar í Eyjum, eins og reyndar víðar. GSÍ sendi sinn mann til að taka út völlinn í vikunni og var hann dæmdur í góðu standi. Ólafur Þór Ágústsson, formaður Samtaka íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna, var maðurinn sem tók út völlinn. "Völlurinn er í góðu spilanlegu ásigkomulagi," sagði Ólafur við Vísi en eftir úrtökumót öldunga um síðustu helgi á vellinum höfðu borist kvartanir um ástand hans. "Völlurinn er mjög góður, ég spilaði hann sjálfur og það stefnir allt í gott golf um helgina," sagði Ólafur og bætti við: "Þeir sem spila illa geta bara kennt sjálfum sér um," sagði Ólafur léttur. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fyrsta stigamót á Íslandsmótinu í golfi fer fram um helgina í Vestmannaeyjum. Mótaröðin nefnist Eimskips-mótaröðin og stefnir allt í gott mót. Aska frá Eyjafjallajökli hefur farið yfir völlinn en hún hefur meðal annars farið illa með slátturvélar í Eyjum, eins og reyndar víðar. GSÍ sendi sinn mann til að taka út völlinn í vikunni og var hann dæmdur í góðu standi. Ólafur Þór Ágústsson, formaður Samtaka íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna, var maðurinn sem tók út völlinn. "Völlurinn er í góðu spilanlegu ásigkomulagi," sagði Ólafur við Vísi en eftir úrtökumót öldunga um síðustu helgi á vellinum höfðu borist kvartanir um ástand hans. "Völlurinn er mjög góður, ég spilaði hann sjálfur og það stefnir allt í gott golf um helgina," sagði Ólafur og bætti við: "Þeir sem spila illa geta bara kennt sjálfum sér um," sagði Ólafur léttur.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira