Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Aron Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2024 12:06 Daníel Tristan er leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Malmö. Malmö Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur íslensku knattspyrnugoðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur, segir aðeins tímaspursmál hvenær hann muni sýna hvað í sér býr af fullum krafti inn á knattspyrnuvellinum. Daníel er leikmaður Svíþjóðarmeistara Malmö og hefur búið við eftirvæntingu í sinn garð sökum Guðjohnsen nafnsins en segist sjálfur ekki skulda neinum neitt sökum þess nafns. Íslendingurinn var í viðtali við sænska miðilinn Expressen á dögunum þar sem að hann ræddi meðal annars tíma sinn hjá Malmö til þessa sem segja má að hafi ekki verið nein gönguferð í garðinum. Meiðsli hafa hamlað framgöngu Daníels Tristans í liðinu en hann gekk til liðs við Malmö frá akademíu Real Madrid árið 2022. „Framtíðin var björt,“ segir Daníel í samtali við Expressen. „Ég sá aðeins bjarta tíma fram undan. Bjóst við því að fá meiri og meiri spiltíma en svo kom skellurinn.“ Bakmeiðsli plöguðu Daníel Tristan í fyrra. Álagsmeiðsl komu svo í ljós í ágúst það sama ár. Meiðsli sem héldu honum meira og minna frá knattspyrnuvellinum þar til í mars fyrr á þessu ári. „Þetta hefur verið krefjandi ár. Ég hefði viljað spila meira en samkeppnin er mikil hjá Malmö,“ segir Daníel sem vill ekki taka undir það að eitt ár af ferlinum hafi farið í vaskinn. „Ég glataði jú einu ári af fótboltaiðkun en ég græddi ár í líkamsræktarsalnum þar sem að ég byggði upp vöðva. Með því að verða sterkari verður það auðveldara fyrir mig að spila gegn þeim eldri,“ bætti hann við og segist ekki hafa stressað sig of mikið af þessum hrakförum. Hann sé enn ungur að árum. Guðjohnsen nafnið er þekkt víða um heim eftir glæsta ferla Arnórs Guðjohnsen, afa Daníels sem og föður hans Eiðs Smára Guðjohnsen. Synir Eiðs Smára eru þrír og allir atvinnumenn í knattspyrnu. Því hefur fylgt eftirvænting og að einhverju leiti dulin pressa varðandi það hvort strákarnir geti fetað í fótspor pabba og afa síns en þeir láta það ekkert á sig fá. Eiður Smári í leik með Barcelona á sínum tímaVísir/Getty „Ég skulda engum neitt vegna nafns míns. Faðir minn átti sinn feril og ég á minn. Bræður mínir eiga sína ferla. Ég einblíni bara á að verða betri með degi hverjum…„Maður verður vanur þessu. Þegar að maður er yngri gæti þetta haft áhrif á mann, en þá meira á jákvæðan hátt. Þú nýtur þess að fólk hefur trú á þér og maður telur sjálfur að maður muni ná langt og verða bestur.“ Daníel Tristan er ekki á því að halda frá Malmö í leit að meiri spiltíma. Aðspurður hvort hann hafi hug á því að fara á láni eitthvert annað er hann stuttorður og skýr í sínu svari: „Ég vil vera áfram hérna og keppa um sæti. Framtíðin er enn björt. Það býr mikið í mér og aðeins tímaspursmál hvenær ég mun sýna það.“ Sænski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Daníel er leikmaður Svíþjóðarmeistara Malmö og hefur búið við eftirvæntingu í sinn garð sökum Guðjohnsen nafnsins en segist sjálfur ekki skulda neinum neitt sökum þess nafns. Íslendingurinn var í viðtali við sænska miðilinn Expressen á dögunum þar sem að hann ræddi meðal annars tíma sinn hjá Malmö til þessa sem segja má að hafi ekki verið nein gönguferð í garðinum. Meiðsli hafa hamlað framgöngu Daníels Tristans í liðinu en hann gekk til liðs við Malmö frá akademíu Real Madrid árið 2022. „Framtíðin var björt,“ segir Daníel í samtali við Expressen. „Ég sá aðeins bjarta tíma fram undan. Bjóst við því að fá meiri og meiri spiltíma en svo kom skellurinn.“ Bakmeiðsli plöguðu Daníel Tristan í fyrra. Álagsmeiðsl komu svo í ljós í ágúst það sama ár. Meiðsli sem héldu honum meira og minna frá knattspyrnuvellinum þar til í mars fyrr á þessu ári. „Þetta hefur verið krefjandi ár. Ég hefði viljað spila meira en samkeppnin er mikil hjá Malmö,“ segir Daníel sem vill ekki taka undir það að eitt ár af ferlinum hafi farið í vaskinn. „Ég glataði jú einu ári af fótboltaiðkun en ég græddi ár í líkamsræktarsalnum þar sem að ég byggði upp vöðva. Með því að verða sterkari verður það auðveldara fyrir mig að spila gegn þeim eldri,“ bætti hann við og segist ekki hafa stressað sig of mikið af þessum hrakförum. Hann sé enn ungur að árum. Guðjohnsen nafnið er þekkt víða um heim eftir glæsta ferla Arnórs Guðjohnsen, afa Daníels sem og föður hans Eiðs Smára Guðjohnsen. Synir Eiðs Smára eru þrír og allir atvinnumenn í knattspyrnu. Því hefur fylgt eftirvænting og að einhverju leiti dulin pressa varðandi það hvort strákarnir geti fetað í fótspor pabba og afa síns en þeir láta það ekkert á sig fá. Eiður Smári í leik með Barcelona á sínum tímaVísir/Getty „Ég skulda engum neitt vegna nafns míns. Faðir minn átti sinn feril og ég á minn. Bræður mínir eiga sína ferla. Ég einblíni bara á að verða betri með degi hverjum…„Maður verður vanur þessu. Þegar að maður er yngri gæti þetta haft áhrif á mann, en þá meira á jákvæðan hátt. Þú nýtur þess að fólk hefur trú á þér og maður telur sjálfur að maður muni ná langt og verða bestur.“ Daníel Tristan er ekki á því að halda frá Malmö í leit að meiri spiltíma. Aðspurður hvort hann hafi hug á því að fara á láni eitthvert annað er hann stuttorður og skýr í sínu svari: „Ég vil vera áfram hérna og keppa um sæti. Framtíðin er enn björt. Það býr mikið í mér og aðeins tímaspursmál hvenær ég mun sýna það.“
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira