Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Við erum búnir að brenna skipin“

Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip.

Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mark­menn Bestu deildar kvenna: Há­sætið laust

Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst á morgun, þriðjudag. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í markmannsmálum deildarinnar og segja má að hásætið sé laust eftir að bæði Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir yfirgáfu land og þjóð til að spila erlendis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er fyrir utan teig“

Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aftur með þrennu á af­mælis­deginum

Sænska knattspyrnukonan Felicia Schröder kann heldur betur að halda upp á afmælið sitt í fótboltaskónum. Það hefur hún nú sýnt og sannað undanfarin tvö ár og gerði meira segja betur í ár en í fyrra.

Fótbolti
Fréttamynd

Er fót­bolti að verða vélmennafótbolti?

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United gagnrýndi þróun fótboltans eftir leik Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með 0-0 jafntefli. Hann talaði um micro-management og að sú nálgun væri „sjúkdómur“ sem væri að eyðileggja fótboltann. sem væri að eyðileggja fótboltann. Þá benti hann á að fótboltinn væri að verða of mikill „vélmennafótbolti“ þannig að dregið hefur úr sköpunargáfu, sjálfstæði, frelsi og áhættusækni leikmanna. 

Skoðun
Fréttamynd

„Einbeitum okkur að fimmtu­deginum“

Ruben Amorim sá Manchester United fá á sig fjögur mörk í fyrsta sinn síðan hann tók við störfum, í 4-1 tapi gegn Newcastle fyrr í dag. Hann var fljótur að færa fókusinn frá tapinu yfir á fimmtudaginn, þegar Manchester United mætir Lyon í seinni leik Evrópudeildareinvígisins, og segir markmanninn Andre Onana hafa þurft að aftengja sig í dag.

Enski boltinn