Fótbolti

Algarve Cup: Byrjunarlið fyrir leikinn gegn Svíum klárt

Ómar Þorgeirsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir í landsleik gegn Frakklandi.
Hólmfríður Magnúsdóttir í landsleik gegn Frakklandi. Mynd/Stefán

Kvennalandsliðs Íslands í fótbolta dvelur þessa dagana í Portúgal þar sem liðið tekur þátt í gríðarlega sterku æfingarmóti á Algarve sem heitir Algarve Cup.

Íslensku stelpurnar töpuðu fyrsta leik sínum í mótinu gegn fyrnasterku liði Bandaríkjanna en annar leikur liðsins er gegn Svíþjóð og fer fram í dag kl. 15 að íslenskum tíma.

Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur þegar tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn og gerir hann fjórar breytingar á liðinu frá leiknum gegn Bandaríkjunum.

Þóra B. Helgadóttir kemur í markið í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur og þá koma Rakel Logadóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir inn í liðið fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur, Dóru Maríu Lárusdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir

Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Sif Atladóttir

Varnartengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir

Hægri kantur: Rakel Logadóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Sóknartengiliður: Guðný Björk Óðinsdóttir

Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir








Fleiri fréttir

Sjá meira


×