Körfubolti

Snæfell hafði betur í grannaslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Ólafur Jónsson.
Jón Ólafur Jónsson. Mynd/Stefán

Það var boðið upp á grannaslag í 32-liða úrslitum Powerade-bikarkeppni karla þegar að 2. deildarlið Víkings frá Ólafsvík tók á móti Íslands- og bikarmeisturum Snæfells.

Það er skemmst frá því að segja að Snæfell vann stórsigur, 129-45, og greinilegt að meistararnir hafi ekkert gefið eftir eins og vera ber í alvöru grannaslag.

Jón Ólafur Jónsson fór fyrir Snæfellingum með 31 stig en allir tólf leikmenn liðsins komust á blað í kvöld nema einn - Pálmi Freyr Sigurgeirsson.

Jens Guðmundsson skoraði þrettán stig fyrir Víking Ólafsvík og var stigahæstur.

Úrslit dagsins:

Stál-úlfur - Haukar 63-114

Víkingur Ó. - Snæfell 45-129

Breiðablik - Tindastóll 49-78

Valur - ÍR 71-98




Fleiri fréttir

Sjá meira


×