Íslenski boltinn

Allt morandi í njósnurum á leikjum Íslands í dag og í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristinn Steindórsson leikur sér með boltann á æfingu í gær.
Kristinn Steindórsson leikur sér með boltann á æfingu í gær. Mynd/Valli
Það verður fjöldi erlendra útsendara á landsleikjum 21 árs liðsins í dag og A-landsliðsins í kvöld en fótbolti.net segir frá því í dag að fjöldi "njósnara" hafi boðað komu sína á leikina.

21 árs landsliðið mætir Þýskalandi í mjög mikilvægum leik í Kaplakrika klukkan 16.15 en vináttuleikur A-landsliðsins við Liechtenstein hefst síðan klukkan 19.30 á Laugardalsvelli.

Samkvæmt frétt á fótbolti.net má búast við útsendurum frá yfir tíu erlendum félagsliðum á leikina til að fylgjast með leikmönnnum en þá á eftir að telja til þá umboðsmenn sem mæta án þess að boða komu sína.

Njósnararnir fá þarna gott tækifæri til að sjá tvo leiki á sama degi og svo er ekki lengi verið að keyra frá Kaplakrika yfir í Laugardal.

Íslenska 21 árs landsliðið hefur staðið sig frábærlega í undankeppni EM til þess að hver að einhverjir af strákunum komist í stærri félög takist þeim vel upp gegn þeim þýsku í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×