Íslenski boltinn

Bjarni Jó: Ekki auðvelt fyrir vestan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarni Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar.
Bjarni Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Anton

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var spenntur fyrir því að mæta liði BÍ/Bolungarvíkur í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla.

„Jú, mér líst mjög vel á þetta þó svo að gjaldkeri félagsins sé örugglega ekkert allt of ánægður," sagði Bjarni eftir að dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

„Við vorum einmitt með tvo leikmenn í fóstri hjá okkur og æfðu þeir með okkur í vetur. Svo spilaði ég sjálfur með ÍBÍ á sínum tíma. Þannig að þetta verður gaman," bætti hann við.

„En þó svo að þetta eigi að heita auðveldur leikur fyrir okkur þá verður það ekki þannig. Liðið hefur staðið sig mjög vel í upphafi móts og ekki enn fengið á sig mark. Þetta er flott lið og leikurinn verður ekki auðveldur."

Bjarni fagnar því einnig að fá að fara í almennilegt ferðalag með sitt lið. „Það er gott að hrista aðeins upp í drengjunum mínum og hætta þessum strætóferðum sem eru alltaf í úrvalsdeildinni. Nú förum við út á land og strákarnir hafa bara gott af því að spila leiki á milli stórra fjallagarða."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×