Handbolti

Fleiri stórstjörnur snúa aftur til FH - Kristján ráðinn íþróttastjóri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Arason fylgist með EM í Noregi 2008.
Kristján Arason fylgist með EM í Noregi 2008. Mynd/Pjetur
Kristján Arason hefur verið ráðinn íþróttastjóri handknattleiksdeildar FH en hann mun koma að þjálfun meistaraflokksliðs karla og sinna einnig unglingaflokkum félagsins. Einar Andri Einarsson verður áfram þjálfari liðsins. Þetta kom fyrst fram á mbl.is.

Kristján mun sinna faglegum þáttum, fara í leikskipulagið og vinna þetta í samvinnu við Einar Andra sem var endurráðinn þjálfari liðsins fyrir skemmstu.

Kristján er önnur FH-stórstjarnan sem kemur "heim" á stuttum tíma því á dögunum ákvað landsliðsmaðurinn Logi Geirsson að spila með liðinu á næsta tímabili.

Kristján hefur þjálfað FH áður og gerði liðið að Íslandsmeisturum sem spilandi þjálfari árið 1992. Hann hefur einnig þjálfað lið í Þýskalandi.

FH rétt missti af úrslitakeppninni í ár eftir að hafa gefið mikið eftir á lokasprettinum. Í liðinu eru margir af efnilegustu handboltamönnum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×