Handbolti

Erlingur: Eins og það væri slökkt á liðinu

Elvar Geir Magnússon í Digranesi skrifar
HK fékk skell á heimavelli í kvöld.
HK fékk skell á heimavelli í kvöld.

„Þetta tap var alltof stórt tap. Við byrjuðum ágætlega en svo var eins og það væri slökkt á liðinu," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari HK, eftir að liðið fékk skell gegn Akureyri í 1. umferð N1-deildarinnar í kvöld.

„Fyrsti æfingaleikurinn var skárra en þetta af okkar hálfu. Akureyringarnir voru bara betur stemmdir og við verðum að vera klárir ef við ætlum að vera með í þessu móti."

„Ég vill meina að það sé ekki svona mikill munur á liðunum. Við ætluðum að sýna það í dag en þeir voru með undirtökin í leiknum allan tímann."

„Við höfum unnið ágætis vinnu og teljum okkur vera komnir lengra en þetta í undirbúningnum. Það verður bara að sýna það á fimmtudaginn gegn Fram að við getum betur en þetta," sagði Erlingur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×