Íslenski boltinn

Landsliðshópur Sigurðar: Kristín Ýr valin

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Kristín Ýr.
Kristín Ýr. Fréttablaðið/Valli

Kristín Ýr Bjarnadóttir er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Frakklandi í úrslitaleik um laust sæti á HM á laugardaginn. Kristín hefur gagnrýnt landsliðsþjálfarann Sigurð Ragnar Eyjólfsson opinberlega fyrir að velja sig ekki í hópinn, síðast í gær.

Það gerði hún í viðtali á heimasíðunni Fótbolti.net þar sem hún sagði Sigurð ekki hafa trú á sér. Það afsannar Sigurður í dag.

Ísland mætir Frökkum á laugardag og Eistum úti 25. ágúst. Ísland þarf að vinna Frakka 3-0 til að komast upp fyrir þjóðina í efsta sæti riðilsins.

Frakkar unnu fyrri leikinn 2-0 og eru þess utan með mun betri markatölu.

Harpa, Fanndís, Thelma og Kristín Ýr koma inn í hópinn en Katrín Ómarsdóttir er meidd. Harpa fótbrotnaði skömmu fyrir EM 2009 en valin aftur núna líkt og Fanndís sem var síðast í liðinu í vor.

Markmenn:

Þóra Björg Helgadóttir

Sandra Sigurðardóttir

Guðbjörg Gunnarsdóttir

Aðrir leikmenn:

Katrín Jónsdóttir

Edda Garðarsdóttir

Margrét Lára Viðarsdóttir

Dóra María Lárusdóttir

Hólmfríður Magnúsdóttir

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir

Rakel Hönnudóttir

Rakel Logadóttir

Sif Atladóttir

Guðný Björk Óðinsdóttir

Harpa Þorsteinsdóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir

Fanndís Friðriksdóttir

Dagný Brynjarsdóttir

Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Thelma Björk Einarsdóttir










Fleiri fréttir

Sjá meira


×