Íslenski boltinn

Valur til Spánar og gæti mætt Arsenal næst en Blikar mæta Juvisy aftur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Valsstúlkur fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum.
Valsstúlkur fagna bikarmeistaratitlinum á dögunum. Fréttablaðið/Daníel
Valur dróst á móti spænska liðinu Rayo Vallecano de Madrid í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Blikar mæta franska liðinu Juvisy en þau gerðu 3-3 jafntefli í riðlakeppninni á Kópavogsvelli fyrr í ágúst.

Valur mætir Arsenal frá Englandi eða Mašinac frá Serbíu komist liðið áfram en Blikar mæta Zürich frá Sviss eða Torres frá Ítalíu sem sló einmitt Val út í fyrra.

Valur er í tíunda sæti á styrkleikalista UEFA en Rayo Vallecano í sæti númer 22.

Breiðablik er í átjánda sæti en Juvisy í tólfta sæti.

Bæði liðin eiga erfitt verkefni fyrir höndum. Liðunum var skipt í tvo styrkleikaflokka, Valur var í þeim efri en Breiðablik í þeim neðri. Íslensku félögin gátu þó ekki dregist saman.

Fyrri leikirnir fara fram 22. eða 23. september og síðari leikirnir 13. eða 14. október,






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×