Íslenski boltinn

Katrín prófar sig í kvöld: Mikilvægt að þær sem byrji séu 100 prósent heilar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Valli

Óvíst er hvort Katrín Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði, geti leikið með í leiknum mikilvæga gegn Frökkum á morgun. Katrín ætlar að prófa sig á æfingu í kvöld.

Eftir hana verður tekin ákvörðun um það hvort hún byrji leikinn, líkt og með Þóru B. Helgadóttur markmann.

"Mér líður ágætlega. Ég hef hvílt mig í vikunni en hjólað og gert styrktaræfingar. Ef þetta gengur ekki upp gengur þetta ekki upp en ef ekki kemur bara maður í manns stað," sagði Katrín við Vísi á blaðamannafundi landsliðsins í dag.

"Ég tek þátt í æfingunni í kvöld og eftir hana kemur í ljóst hvort ég geti spilað. En við erum með góðan hóp og það er mikilvægt að þær sem byrji séu 100% heilar," sagði Katrín.

Hún segir að leikurinn verði án efa mjög erfiður enda Frakkar með eitt besta lið heims. "Þær eru með svipað lið og áður, mjög sterka og reynslumikla leikmenn. Við þurfum að eiga toppleik til að vinna. 3-0 sigur er háleitt markmið en það verður að setja sér markmið til að geta stefnt að einhverju," sagði Katrín.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×