Handbolti

Árni Þór: Hundfúll og hálf orðlaus

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Akureyri.
Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Akureyri.

„Ég var ekki ánægður með framlenginguna hjá okkur og veit bara ekki hvað gerist hjá okkur. Við vorum alveg í séns undir lokin en náðum bara ekki að skora," sagði Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Akureyri, eftir tap gegn Valsmönnum í framlengingu í kvöld, 30-26.

Akureyringar náðu að knýja fram framlengingu undir lok leiksins en eftir það skoruðu þeir ekki mark og Valsmenn á leið í úrslitarimmuna um titilinn þar sem þeir mæta Haukum.

„Við áttum í erfiðleikum með að koma okkur í færi og þau færi sem við fengum náðum við ekki að nýta. Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið taugarnar eða eitthvað annað. Þetta bara fór svona," bætti Árni við.

Hann var hundfúll eftir leikinn og sagðist hálf orðlaus yfir þessu þar sem að hann ætlaði sér með lið sitt alla leið.

„Ég er hundóánægður, við ætluðum okkur alla leið. Það er bara þannig. En það er kannski hægt að segja að við höfum fallið út með sæmd en ég er bara hundfúll og hálf orðlaus yfir þessu," sagði Árni svekktur í leikslok.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×