Íslenski boltinn

KR og Val spáð Íslandsmeistaratitlunum í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR og FH er spáð tveimur efstu sætunum í Pepsi-deild karla.
KR og FH er spáð tveimur efstu sætunum í Pepsi-deild karla. Mynd/Daníel
Karlaliði KR og kvennaliði Vals var spáð sigri í Pepsi-deildum karla og kvenna í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna en spáin var tilkynnt nú áðan á kynningarfundi Pepsi-deildanna sem haldinn var í Háskólabíói.

Valskonur eiga að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn í Pepsi-deild kvenna og vinna hann fimmta árið í röð samkvæmt spánni. Valur fékk 37 fleiri stig en Breiðablik sem er spáð 2. sætinu rétt á undan Þór/KA. Nýliðum Hauka er spáð falli ásamt Aftureldingu en hinum nýliðunum úr FH er hinsvegar spáð 7. sætinu í deildinni.

Það kom ekki mörgum á óvart að KR skildi verða spáð Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla en KR fékk 24 fleiri stig en FH sem er spáð 2. sætinu. Blikum er síðan spáð 3. sætinu en nýliðar Selfoss og Hauka eiga að falla aftur úr deildinni í haust samkvæmt þessari spá.

Spáin í Pepsi-deild kvenna

1. Valur 286 stig

2. Breiðablik 249 stig

3. Þór/KA 247 stig

4. Fylkir 208 stig

5. Stjarnan 195 stig

6. KR 146 stig

7. FH 102 stig

8. Grindavík 86 stig

9. Haukar 85 stig

10. Afturelding 46 stig

Spáin í Pepsi-deild karla:

1. KR 404 stig

2. FH 380 stig

3. Breiðablik 345 stig

4. Keflavík 339 stig

5. Fram 261 stig

6. Valur 241 stig

7. Fylkir 218 stig

8. Grindavík 181 stig

9. Stjarnan 171 stig

10. ÍBV 132 stig

11. Selfoss 86 stig

12. Haukar 50 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×