Fótbolti

Valskonur skelltu Blikum á Hlíðarenda í gær - myndasyrpa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Ýr Bjarnadóttir var í strangri gæslu en náði samt að skora tvö mörk.
Kristín Ýr Bjarnadóttir var í strangri gæslu en náði samt að skora tvö mörk. Mynd/Stefán
Kvennalið Vals og Breiðabliks áttust við í Lengjubikar kvenna á gervigrasvellinum á Hlíðarenda í gær. Valur vann leikinn 5-0 með mörkum frá Kristínu Ýr Bjarnadóttur (2 mörk), Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Dóru Maríu Lárusdóttur og Rakel Logadóttur.

Margir leikmenn á vellinum í gær eru á leiðinni út til Serbíu og Króatíu með íslenska kvennalandsliðinu þar sem þær fá nú örugglega notalegri aðstæður en voru í gær.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Hlíðarenda í gær og myndaði baráttu stelpnanna í fyrsta útileik ársins.

Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán
Mynd/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×